4.1 TACTICA ehf. mun birta opinberlega gjaldskrá fyrir þjónustu á hverjum tíma. Rétthafi getur nálgast gjaldskrána á skrifstofu TACTICA ehf., á vefsíðunni www.hysingar.is og fengið upplýsingar um hana í síma 497-1010. TACTICA getur breytt gjaldskrá fyrir áskrift að hýsingarþjónustu og eða öðrum áskriftarskilmálum með eins mánaða fyrirvara. Slíkt skal tilkynnt á heimasíðunni hysingar.is.
4.2. Skráður rétthafi ber ábyrgð á greiðslum til TACTICA ehf. vegna notkunar sem á sér stað, óháð því hvort rétthafi hafi heimilað notkunina eða ekki.
4.3. Gjalddagi mánaðarlegra reikninga er fyrsti dagur hvers mánaðar og eindagi 15 dögum eftir gjalddaga. Sé reikningur greiddur eftir eindaga, ber viðskiptavini að greiða dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 auk kostnaðar við innheimtu.
4.4 Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur.
4.5 TACTICA ehf. áskilur sér rétt til að loka fyrir þjónustur ef reikningur er enn ógreiddur 30 dögum eftir eindaga.
4.5 TACTICA ehf. er heimilt að synja rétthafa um þjónustu þegar liðnir eru 30 dagar frá eindaga skuldar án þess að hún hafi verið greidd.
4.6 Hafi vanskil viðskiptavinar varað í a.m.k. 90 daga frá eindaga og heildarskuld er a.m.k. 40.000,- að frátöldum vöxtum og kostnaði, áskilur TACTICA ehf. sér rétt til að tilkynna nafn viðskiptavinar á vanskilaskrá Creditinfo Ísland (Lánstraust).
4.7 Ef greiðsla hefur ekki borist innan þriggja mánaða áskilur TACTICA ehf. sér rétt til þess að eyða gögnum viðskiptavina.
4.8 Uppsetning á internethugbúnaði eða stillingum í tölvu notanda er ekki innifalin í hýsingarþjónustu við TACTICA. Útköll vegna þjónustu við hýsingarþjónustu skulu vera samkvæmt gildandi gjaldskrá TACTICA eða hysingar.is hverju sinni.
4.9 Athugið að greiðslukostnaður bætist við ef ekki er greitt með kreditkorti. Greiðslukostnaðurinn er 150 kr. ef sent er í heimabanka,.